spot_img
HomeFréttirGrátlega naumt tap fyrir heimastúlkum í Podgorica

Grátlega naumt tap fyrir heimastúlkum í Podgorica

 

Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Podogorica í Svartfjallalandi. 

 

Fimm lið erun með Íslandi í riðli, Bretland, Grikkland, Makedónía, Svíþjóð og heimastúlkur frá Svartfjallalandi. Eftir keppni í riðlinum verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni. 

 

Í dag tapaði liðið sínum öðrum leik á mótinu gegn heimastúlkum í Svartfjallalandi, 58-63.

 

Íslenska liðið fór hægt af stað í leik dagsins. Voru 4 stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 16-20. Þegar í hálfleik var komið var sá munur kominn í 12 stig, 23-35. Í seinni hálfleiknum gera þær svo vel í að hleypa heimastúlkum ekki lengra frammúr sér. Munurinn fyrir fjórða leikhlutann þó enn 11 stig, 41-52. Í honum gera þær svo heiðarlega tilraun til þess að jafna leikinn, en allt kemur fyrir ekki. Svartfjallaland sigrar að lokum með 5 stigum, 58-63.

 

Hjördís Traustadóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu í dag, skilaði 12 stigum, 7 fráköstum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum á þeim 36 mínútum sem hún spilaði.

 

Næst leikur liðið kl. 15:15 á morgun gegn Grikklandi, en sá leikur verður í beinni útsendingu hér.

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -