spot_img
HomeFréttirGranada lá með 20 á útivelli

Granada lá með 20 á útivelli

 
Jón Arnór Stefánsson gerði 9 stig í 20 stiga tapi CB Granada í spænsku úrvalsdeildinni um helgina en Granada mætti Valencia 87 Power Electronics á útivelli. Lokatölur leiksins voru 87-67 Valencia í vil.
Jón var ekki í byrjunarliði Granada í leiknum en lék í rúmar 22 mínútur og skoraði 9 stig. Hann var líka með 2 stoðsendingar og setti niður 2 af 4 teigskotum, 1 af 3 þriggja stiga skotum og hitti úr báðum vítum sínum í leiknum. Eftir leik helgarinnar er Granada í 12. sæti deildarinnar með 16 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -