spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karla"Gott að sjá liðið sýna þennan vilja"

“Gott að sjá liðið sýna þennan vilja”

Valur lagði Hauka í kvöld í tvíframlengdum leik í Ólafssal í 6. umferð Subway deildar karla, 124-127. Eftir leikinn er Valur með fjóra sigra og tvö töp á meðan að Haukar eru búnir að vinna tvo leiki og tapa fjórum.

Hérna er meira um leikinn

Finnur Freyr var ánægður með karakter sinna manna í kvöld:

Þetta var meira ruglið…! Ég var búinn að hugsa alls konar sniðugt varðandi fyrri hálfleik…og seinni hálfleik…en svo var bara svo mikið eftir af leiknum að ég man ekkert af því…! Svo við skulum bara reyna að stefna beint á kjarnann, það er frábært að vinna svona seiglusigur þetta þunnskipaðir?

Ég er aðallega ánægður með karakterinn sem við sýndum með því að koma svona til baka, við sýndum þarna hliðar á okkur sem við höfum sýnt á árum áður, í fyrra og hitt í fyrra, en ekki sem við höfum sýnt í vetur. Það er jákvætt að sjá að þetta býr í liðinu, það komu þarna menn sem koma nýir inn og aðrir sem hafa verið áður, það er gott að sjá liðið sýna þennan vilja og að ná að vinna leikinn var bara bónus. Ég er stoltur af orkunni og að hafa ekki misst trúna því það hefði verið mjög auðvelt.

Já akkúrat, hann var þungur þristurinn þarna sem Ville jafnar með einhvers staðar frá fjandanum…!

Mér fannst þeir aldrei hætta að hitta þessum risaskotum, Jalen aftur með þriggja stiga skotið þarna í lokin. Þeir settu alltaf risastóru skotin eftir að við vorum komnir með forystuna, en við settum svo sem stór skot líka, vítin hans Ástþórs risastór þarna í lok fyrstu framlengingarinnar.

Já þetta var rosalegt! Og ekki bara það, Ástþór átti svo góð gegnumbrot þarna í seinni framlengingunni…

Já, hann æfði mikið og vel í sumar og leit rosalega vel út, sneri sig svo mjög illa á ökkla rétt fyrir mót og við höfum verið að bíða spenntir eftir honum, hann kom bara inn þegar allir aðrir gátu varla hreyft á sér lappirnar þá var hann með mestu orkuna, átti þarna frábær moment, nokkur drive og var að búa til hluti og var einnig að djöflast í vörninni. Hann var sá sem var með lappirnar í það, bara stórkostleg frammistaða hjá honum.

Einmitt. Ég verð auðvitað að spyrja þig út í stöðuna á mönnum…hvernig er staðan á Kristó og Hjálmari?

Kristó fékk högg á kálfann á mánudaginn og æfði ekkert í vikunni. Þetta er vondi kálfinn hans en þetta er ekki þessi sömu vöðvameiðsli og áður, bara blæðing inn á vöðva sem ætti að verða orðin góð, hann ætlaði að spila í kvöld en endaði með því að við tókum ekki sénsinn. Hjálmar er að verða klár, hann þarf að ná nokkrum æfingum undir beltið áður en við hendum honum á gólfið. Benóný er svo að koma til baka úr meiðslum og Benzi einnig…og það var vont að missa hann strax í villuvandræði í þessum leik. En þetta er allt að koma og bara áfram gakk!

Fréttir
- Auglýsing -