spot_img
HomeFréttirGolden State Warriors NBA meistarar 2022

Golden State Warriors NBA meistarar 2022

Golden State Warriors lögðu Boston Celtics rétt í þessu í sjötta leik úrslita NBA deildarinnar, 88-101. Með sigrinum tryggðu Warriors sér 4-2 sigur í einvíginu og þar með NBA meistaratitilinn 2022. Titillinn er sá sjöundi sem félagið vinnur frá upphafi, en sá fjórði síðan árið 2015.

Warriors hófu leik næturinnar vægast sagt illa, þar sem að Celtics náðu mest 12 stiga forystu á upphafsmínútunum. Verðandi meistararnir voru þó snöggir að ná áttum og voru sjálfir komnir með 15 stiga forystu þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 39-54.

Warriors virtust svo ætla að sigla nokkuð lygnan sjó í seinni hálfleiknum, en undir lok þriðja leikhlutans ná Celtics að koma forystu þeirra niður fyrir tíu stigin. Áfram ná Celtics að hanga inni í leiknum fram á lokamínúturnar, sem voru þó aldrei neitt sérstaklega spennandi. Niðurstaðan að lokum 13 stiga sigur Warriors, 88-101.

Atkvæðamestur fyrir Celtics í leiknum var Jaylen Brown með 32 stig og 7 fráköst.

Fyrir Warriors var það Stephen Curry sem dró vagninn með 32 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum, en hann var eftir leikinn valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -