spot_img
HomeFréttirGolden State pakkaði Houston

Golden State pakkaði Houston

Úrslitakeppni NBA deildarinnar hófst í nótt þar sem meistarar Golden State Warriors hreinlega völtuðu yfir Houston Rockets og tóku 1-0 forystu. Þá tóku Indiana, Atlanta og Oklahoma einnig 1-0 forystu í sínum rimmum.

Stephen Curry gerði 24 stig, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á tæpum 20 mínútum í leiknum en hann snéri sig lítillega á ökkla og fylgdist með af tréverkinu það sem eftir lifði leiks. Warriors voru hvort eð er búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, leiddu 33-15 eftir fyrsta leikhluta og 60-33 í hálfleik, klappað og klárt. 

 

Klay Thompson kom næstur Curry með 16 stig en James Harden gerði 17 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í liði Houston sem á næsta víst aðeins nokkra daga eftir af tímabilinu! 

 

Myndbönd frá leikjum næturinnar

Fréttir
- Auglýsing -