spot_img
HomeFréttirGolden State komnir áfram

Golden State komnir áfram

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem Golden State Warriors komust áfram upp úr fyrstu umferðinni er þeir lögðu Denver 4-2 í seríu liðanna. Sjötti leikur liðanna í nótt fór 92-88 fyrir Golden State. Þá tryggðu Brooklyn Nets sér oddaleik með sigri í Chicago.
 
Chicago 92-95 Brooklyn (3-3)
Þrír liðsmenn Brooklyn voru stigahæstir allir með 17 stig en af þeim var Deron Williams með tvennu því hann bætti við 11 stoðsendingum. Luol Deng lék ekki með Bulls sökum veikinda en Marco Belinelli var atkvæðamestur hjá Bulls í þetta skiptið með 22 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar og Noah mætti með tvennu, 14 stig og 15 fráköst. Andray Blatche kláraði leikinn í nótt með tveimur vítaskotum þegar 19 sekúndur voru til leiksloka og dugðu þau til að halda Bulls fjarri. Sjöundi leikurinn fer fram í Barclay Center í Brooklyn á laugardag.
 
Golden State 92-88 Denver (Golden State áfram 4-2)
Stephen Curry var atkvæðamestur í liði Golden State sem fyrr og nú með 22 stig, 4 fráköst og 8 stoðsendingar. Stigahæstur í liði Denver var Andre Iguodala með 24 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Þrátt fyrir að Golden State hafi glutrað boltanum frá sér ótal sinnum á síðustu mínútu leiksins er liðið engu að síður komið í undanúrslit vesturstrandarinnar en Denver heldur nú áleiðis í sumarfrí.
 
Staðan í úrslitakeppni NBA
 
Oklahoma 3-2 Houston
 
San Antonio 4-0 LA Lakers (Spurs komnir áfram)
 
Golden State 4-2 Denver (Golden State komnir áfram)
 
LA Clippers 2-3 Memphis
 
Miami 4-0 Milwaukee (Miami komnir áfram)
 
New York 3-2 Boston
 
Indiana 3-2 Atlanta
Brooklyn 3-3 Chicago
Tilþrif næturinnar:
  
Fréttir
- Auglýsing -