spot_img
HomeFréttirGolden State jafnaði

Golden State jafnaði

Úrslitasería Golden Stae og Oklahoma stendur jöfn, 1-1, eftir 118-91 sigur meistaranna á Oklahoma í nótt. Oklahoma tók 1-0 forystu í fyrsta leik en Golden State jafnaði í nótt og settu 61 stig í síðari hálfleik.

Sjö liðsmenn Golden State gerðu 10 stig eða meira í leiknum, stigahæstur var Stephen Curry með 28 stig, 2 fráköst og 3 stoðsendingar en Kevin Durant var atkvæðamestur í liði Oklahoma með 29 stig og 6 fráköst og Russell Westbrook bætti við tvennu með 16 stig og 12 stoðsendingar. 

 

Svipmyndir úr leiknum

Fréttir
- Auglýsing -