spot_img
HomeFréttirGóður fyrri hálfleikur ekki nóg gegn sterku liði Serbíu í Gdynia

Góður fyrri hálfleikur ekki nóg gegn sterku liði Serbíu í Gdynia

Undir 20 ára karlalið Íslands mátti þola tap í dag gegn Serbíu í fyrsta leik sínum í umspili um sæto 9 til 16 á Evrópumótinu í Gdynia í Póllandi.

Íslenska liðið byrjaði leik dagsins ansi sterkt og leiddi 15 mínútur af 20 í fyrri hálfleiknum, mest með 11 stigum. Allur botn virtist þó dettq úr leik liðsins í síðari hálfleilnum og fór það því svo að Serbía sigraði að lokum gífurlega örugglega 101-79.

Atlvæðamestur fyrir Ísland í dag var Almar Orri Atlason með 20 stig, 2 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 varin skot. Honum næstur var Tómas Valir Þrastarson með 18 stig og 2 fráköst.

Næst á dagskrá hjá liðinu er því umspil um sæti 13 til 16 á mótinu, en liðin sem enda í 15. og 16. sæti munu falla í B deildina.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -