spot_img
HomeFréttirGóður fyrri hálfleikur ekki nóg gegn Slóvakíu í Ploiesti

Góður fyrri hálfleikur ekki nóg gegn Slóvakíu í Ploiesti

Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap gegn Slóvakíu í dag í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Ploiesti í Rúmeníu, 61-69.

Íslenska liðið byrjaði leik dagsins virkilega vel og voru þær 15 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 10-25. Þeirri forystu náðu þær að halda allt til hálfleiks, þar sem þær voru enn 12 stigum yfir þegar liðin héldu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur leiks dagsins er svo líklega eitthvað sem liðið vill gleyma, þar sem þær setja aðeins 8 stig í þriðja og fjórða leikhlutanum á meðan að Slóvakía vinnur niður forskotið, kemst yfir og vinnur leikinn, 61-69.

Atkvæðamestar fyrir Ísland í dag voru Kolbrún María Ármannsdóttir með 18 stig, 10 fráköst og Ísold Sævarsdóttir með 14 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta.

Næsti leikur Íslands er komandi sunnudag 4. ágúst gegn Austurríki.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -