spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGoðsögnin mætt í Ljónagryfjuna

Goðsögnin mætt í Ljónagryfjuna

Lifandi úrvalsdeildargoðsögnin Frank Alonzo Booker er mættur í Ljónagryfjuna til að styðja sína menn í Val gegn Njarðvík í undanúrslitum Subway deildar karla. Frank á að sjálfsögðu son í liðinu í Frank Aron Booker, en eftir nokkuð flottan feril í háskólaboltanum í Bandaríkjunum gekk hann til til liðs við Val eftir stopp í Frakklandi árið 2019.

Frank eldri lék með Bowling Green háskólanum í Bandaríkjunum um miðjan níunda áratug síðustu aldar við góðan orðstýr og var svo valinn í nýliðavali NBA deildarinnar af New Jersey Nets árið 1987.

Ferill hans þar náði aldrei neinu flugi, en árið 1991 semur hann við ÍR og leikur með þeim eitt tímabil þar sem hann skilaði 43 stigum að meðaltali í leik í efstu deild. Þaðan fór hann til Vals þar sem hann var í þrjú tímabil og leiddi deildina í stigaskorun með þeim 1992 og 1994. Ferill hans á Íslandi endaði svo tímabilið 1994-1995 með Grindavík, en í heild skilaði hann að meðaltali 28 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum í leik á þessum fimm tímabilum og er af mörgum talinn einn af betri leikmönnum sem spilað hafa í úrvalsdeild karla.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af Frank með Teiti Örlygssyni, en Teitur var einnig einn af betri leikmönnum þess tíma er Frank var á Íslandi.

Fréttir
- Auglýsing -