spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaGóð frammistaða Tryggva ekki nóg gegn sterku liði Real Madrid

Góð frammistaða Tryggva ekki nóg gegn sterku liði Real Madrid

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza máttu þola tap á heimavelli í gærkvöldi gegn sterku liði Real Madrid, 103-83, í spænsku ACB deildinni.

Á 15 mínútum í leiknum skilaði Tryggvi flottri frammistöðu, 11 stigum og 8 fráköstum. Eftir tvær umferðir eru Zaragoza enn án sigurs í deildinni, en lið Martins Hermannssonar, Valencia og Hauks Helga Pálssonar, Morabanc Andorra, eru bæði með einn sigur.

Fréttir
- Auglýsing -