spot_img
HomeFréttirGleðilega hátíð - NBA deildin fer loksins af stað í kvöld!

Gleðilega hátíð – NBA deildin fer loksins af stað í kvöld!

NBA deildin rúllar af stað í kvöld með tveimur leikjum.

Meistarar Toronto Raptors taka á móri ungu og spennandi liði New Orleans Pelicans í fyrsta leik deildarkeppninnar. Beint á eftir er innansveitarkróníka í Los Angeles þar sem að Lakers heimsækja Clippers á sameiginlegan heimavöll liðanna í Staples Center.

NBA Podcast Körfunnar opinberaði spá sína fyrir tímabilið um síðustu helgi þar sem að Milwaukee Bucks og Houston Rockets var spáð efstu sætum deildanna tveggja, en umræðuna er hægt að hlusta á í þessari síðustu upptöku. Þá er einnig hægt að sjá spá Körfunnar svarta á hvítu hér fyrir neðan.

Spá Körfunnar

Vesturströndin

  1. Houston Rockets
  2. Denver Nuggets
  3. Utah Jazz
  4. Los Angeles Clippers
  5. Los Angeles Lakers
  6. Portland Trail Blazers
  7. Golden StateWarriors
  8. San Antonio Spurs
  9. New Orleans Pelicans
  10. Kings:
  11. Oklahoma City Thunder
  12. Dallas Mavericks:
  13. Minnesota Timberwolves
  14. Phoenix Suns
  15. Memphis Grizzlies

Austurströndin

  1. Milwaukee Bucks
  2. Philadelphia 76ers
  3. Toronto Raptors
  4. Boston Celtics
  5. Indiana Pacers
  6. Miami Heat
  7. Brooklyn Nets
  8. Detroit Pistons
  9. Orlando Magic
  10. Chicago Bulls
  11. Atlanta Hawks
  12. Charlotte Hornets:
  13. New York Knicks:
  14. Washington Wizards
  15. Cleveland Cavaliers

Árlega fer NBA Podcast Körfunnar einnig yfir over/under stuðla Westgate fyrir hvert tímabil. Umræðan um sigurleiki hvers liðs er að finna í tveimur upptökum hér fyrir neðan.

Vesturströndin over/under

Austurströndin over/under

Fréttir
- Auglýsing -