Undir 18 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Austurríki. Liðið leikur í riðli með Kýpur, Georgíu, Portúgal, Rúmeníu og Finnlandi. Fyrsta leik mótsins töpuðu þær í gær fyrir Portúgal, en í kvöld sigruðu þær leik sinn gegn Georgíu, 41-93.
Leikurinn í kvöld ekki í mikilli hættu eftir fyrsta leikhlutann, sem Ísland sigraði með 33 stigum gegn 7 Georgíu. Atkvæðamestar í íslenska liðinu voru Ásta Júlía Grímsdóttir með 8 stig, 11 fráköst og 3 stoðsendingar á tæpum 16 mínútum spiluðum og Ólöf Rún Óladóttir með 19 stig og 3 fráköst á rúmum 15 mínútum.
Næst leikur liðið á morgun gegn Rúmeníu kl. 13:45 að íslenskum tíma.
Hér er hægt að horfa á upptöku af leiknum: