spot_img
HomeFréttirGiannis komst í merkilegan hóp með stórkostlegri frammistöðu í nótt

Giannis komst í merkilegan hóp með stórkostlegri frammistöðu í nótt

Milwaukee Bucks lögðu Phoenix Suns í nótt í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna í NBA deildinni í Fiserv höllinni í Miwaukee, 100-120. Með sigrinum minnkuðu Bucks muninn í einvíginu í 2-1. Suns unnu fyrstu tvo leikina nokkuð örugglega á heimavelli, en vinna þarf fjóra leiki til að vinna titilinn.

Annan leikinn í röð var hinn gríski Giannis Antetokounmpo gjörsamlega stórkostlegur. Í nótt setti hann 41 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Þrátt fyrir tap í öðrum leiknum síðasta fimmtudag var hann einnig góður þar með 42 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar.

Með því að skora 40 stig tvo leiki í röð í lokaúrslitum komst Giannis í nokkuð merkilegan hóp leikmanna, en fimm leikmönnum hafði tekist það áður.

40 stig tvo leiki í röð í lokaúrslitum:

Jerry West – Los Angeles Lakers / 1965 & 1969

Rick Barry – San Francisco Warriors / 1967

Michael Jordan – Chicago Bulls / 1993

Shaquille O´Neal – Los Angeles Lakers / 2000

LeBron James – Cleveland Cavaliers / 2016

Giannis Antetokounmpo – Milwaukee Bucks / 2021

Fréttir
- Auglýsing -