Þrír leikir 8 liða úrslita Geysisbikars karla fara fram í kvöld.
Fjölnir tekur á móti Keflavík í Dalhúsum, Stjarnan og Valur mætast í MGH og á Höfn í Hornafirði eigast við heimamenn í Sindra og Grindavík.
Síðasti leikur 8 liða úrslitanna fara svo fram á morgun. Upphaflega átti Tindastóll að mæta Þór Akureyri í kvöld, en leiknum hefur verið frestað til morguns vegna færðar.
Þá fer fram síðasti leikur 8 liða úrslita Geysisbikars kvenna þegar að ÍR tekur á móti Skallagrím í Hellinum, en í gær tryggðu KR, Valur og Haukar sér farseðil í undanúrslitin.
Undanúrslitin fara svo fram í Laugardalshöllinni um bikarhelgina, en dregið verður í hádeginu á þriðjudaginn um hvaða lið það verði sem mætist þá.
Leikir dagsins
Geysisbikar karla:
Fjölnir Keflavík – kl. 19:15
Tindastóll Þór Akureyri – Frestað til morguns
Stjarnan Valur – kl. 19:30
Sindri Grindavík – kl. 20:00
Geysisbikar kvenna:
ÍR Skallagrímur – kl. 19:15