spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGetur ÍR gert betur en í fyrra?: „Hljótum að geta unnið þá...

Getur ÍR gert betur en í fyrra?: „Hljótum að geta unnið þá aftur“

Úrslitakeppni Dominos deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Karfan mun að sjálfsögðu hita upp fyrir einvígi dagsins með því að birta viðtöl við þjálfara og leikmenn liðanna allra. Síðasta liðið í dag er ÍR.

Breiðhyltingar eru klárir í úrslitakeppnina þriðja árið í röð en liðið náði alla leið í undanúrslita í fyrra. ÍR ætlaði sér að gera betur í ár en misjafn árangur í deildarkeppninni varð til þess að liðið endaði í 7. sæti deildarinnar.

Þrátt fyrir að þennan mikla mun á liðunum í töflunni má gera ráð fyrir spennandi seríu. ÍR sigraði Njarðvík í Ljónagryfjunni fyrir stuttu sem gefur Breiðhyltingum trú á verkefnið.

Lykilatriði fyrir ÍR er að gera Hertz hellinn aftur að því vígi sem hann hefur verið síðustu tímabil. Á þessu tímabili vann liðið einungis fjóra leiki á heimavelli sem er næstversti árangur liða á tímabilinu. ÍR hefur getað gengið að stuðningsmönnum sínum vísum síðustu ár og skildi enginn afskrifa Breiðhyltinga í þessari seríu.

Leikirnir í einvíginu:

Leikur 1 – 21. mars: Njarðvík – ÍR, Ljónagryfjan
Leikur 2 – 24. mars: ÍR – Njarðvík, Hertz hellirinn
Leikur 3 – 27. mars: Njarðvík – ÍR, Ljónagryfjan
Leikur 4 – 29. mars: ÍR – Njarðvík, Hertz hellirinn (ef þarf)
Leikur 5 – 31. mars:Njarðvík – ÍR, Ljónagryfjan (ef þarf)

Nánar var kafað ofan í einvígið í Podcast þætti Körfunnar frá því fyrr í vikunni. 

Viðtöl við Breiðhyltingana Borce Ilievski og Sigurð Gunnar Þorsteinsson má finna hér að neðan:

Fréttir
- Auglýsing -