Leiknir tekur á móti Fylki í kvöld í öðrum leik úrslitaeinvígis 2. deildar karla.
Fyrsta leik liðanna vann Fylkir heima í Árbæjarhöllinni fyrr í vikunni. Hafa þeir því yfirhöndina, 1-0, fyrir leik kvöldsins og geta með sigri í kvöld tryggt sér titilinn þar sem aðeins þarf að vinna tvo leiki í einvíginu.
Leikur kvöldsins hefst kl. 19:30 og fer fram í Unbroken höllinni í Austurbergi í Breiðholti.