Grindavík lagði Íslandsmeistara Vals í N1 höllinni í kvöld í þriðja leik átta liða úrslita Bónus deildar karla.
Grindvíkingar eru því komnir með 2-1 forystu í einvíginu og freista þess að komast áfram í undanúrslitin með sigri í fjórða leik liðanna, en hann fer fram í Smáranum komandi mánudag.
Karfan spjallaði við Arnór Tristan Helgason leikmann Grindavíkur eftir leik í N1 höllinni. Arnór hefur átt gott einvígi fyrir sína menn gegn Íslandsmeisturum Vals, en í kvöld skilaði hann 12 stigum og 5 fráköstum af bekk Grindavíkur.