14:51
{mosimage}
Það er kominn hálfleikur í kvennalandsleik Íslands og Svartfjallalands í B-deild Evrópukeppninnar og leiða gestirnir með 15 stigum, 23-38.
Stelpurnar frá Svartfjallalandi hafa verið sterkari á öllum sviðum körfuboltans í fyrri hálfleik, en að sama skapi eiga þær íslensku talsvert inni og eru að leika nokkuð undir getu. Varnarleikur íslenska liðsins hefur ekki náð sömu hæðum og gegn Írlandi og þéttur varnarleikur gestanna hefur lokað á alla möguleika íslensku stúlknanna til að komast að körfunni.
Snorri Örn
Mynd: [email protected]