{mosimage}
Hreggviður Magnússon hefur gert tveggja ára samning við ÍR, sitt gamla félag, en Hreggviður var einn af burðarásum Centre College í Danville í Kentucky síðustu þrjú ár.
Hreggviður lék með yngri flokkum ÍR og á að baki 46 úrvalsdeildarleiki með Breiðholtsliðinu. Hreggviður lék svo með Centre College í SCAC deildinni í Bandaríkjunum þar sem margir sterkir skólar tefla fram liðum.
Á síðasta tímabili með Centre College gerði Hreggviður 17,5 stig að meðaltali í leik og tók 6 fráköst og var valinn í 2nd Team All-American.
Mynd: Jón Örn Guðmundsson, formaður KKD ÍR til vinstri og Hreggviður til hægri.