spot_img
HomeFréttirGeorgía tilkynnir 14 leikmanna hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Íslandi

Georgía tilkynnir 14 leikmanna hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Íslandi

Ísland mætir Spáni heima og Georgíu úti nú í lok mánaðar í lokaleikjum sínum í undankeppni HM 2023. Möguleikar Íslands á að tryggja sig á lokamótið eru enn til staðar, en svo að það geti orðið þurfa þeir burt séð frá öðru að vinna Georgíu úti með fjórum stigum eða fleiri.

https://www.karfan.is/2023/02/uppselt-a-leik-islands-i-georgiu-enn-til-midar-a-heimaleikinn-gegn-spani/

Georgía tilkynnti á dögunum hvaða 14 leikmenn það verða sem koma til greina í 12 manna lið þeirra í þessum lokaglugga, en ásamt lokaleiknum gegn Íslandi mæta þeir Hollandi úti í Almera.

Ljóst er að um svipaðan hóp er að ræða hjá liðinu og mætti Íslandi í heimaleiknum, þar sem að þeirra lykilmenn voru allir að undanskyldum Goga Bitadze sem leikur í NBA deildinni. Flestir leika þeir í heimalandinu, en þeirra allra sterkustu leikmenn koma úr spænsku og ítölsku úrvalsdeildunum.

14 leikmanna hópur Georgíu:

Rati Andronikashvili – Murcia/Spánn

Givi Bakradze – Olimpi/Georgía

Beka Bekauri – Tbilisi/Georgía

Mikheil Berishvili – Tbilisi/Georgía

Merab Bokolishvili – Cactus/Georgía

Beka Burjanadze – Reggiana/Ítalía

Kakhaber Jintcharadze – Kutaisi/Georgía

George Korsantia – Gostivar/Makedónía

Ilia Londaridze – Kavkasia/Georgía

Thaddus McFadden – Murcia/Spánn

Duda Sanadze – Anorthosis/Kýpur

Tornike Shengelia – Virtus Bologna/Ítalía

Giorgi Shermadini – Tenerife/Spánn

George Tsintsadze – TSU/Georgía

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by Georgian Basketball Federation (@georgian_basketball_federation)

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -