Eins og flestir sem fylgjast með körfubolta vita hafa engir leikir farið fram í Dominos deild karla síðustu daga vegna landsleikjagluggans. Þar fóru fram leikir í undankeppninni á HM 2023 sem Ísland tók þátt í og leikir í undankeppninni á EM 2021.
Þar sem mikið af Evrópumönnum spila nú á Íslandi er fróðlegt að sjá hvort einhverjir af þeim hafi verið valdir í landsliðhópa í sínu heimalandi. Að þessu sinni voru 2 leikmenn valdir. Þeir Roberto Kovac, sem spilar fyrir ÍR, og Kyle Johnson, sem spilar fyrir Stjörnuna.

Roberto Kovac frá Sviss spilar fyrir ÍR eins og flestir sem fylgjast með íslenska landsliðinu vita. Sviss mætti Georgíu þann 20.febrúar, þar sem Georgía vann 96-88. Í þeim leik var Kovac í byrjunarliðinu og endaði með 14 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar á 34 mínútum. Næsti leikur Sviss er sunnudaginn 23. febrúar gegn Finnum.
Gegn Finnum var Roberto einnig í byrjunarliði. Hann skoraði 7 stig og var með 2 stoðsendingar á tæpum 22 mínútum, þar sem Svisslendingar töpuðu 64-69.
Kyle Johnson var valinn í æfingahóp fyrir Bretland. Hann var hvorki í 12 manna hópi liðsins sem tapaði gegn Svartfjallalandi 81-74. Né var hann í hóp þar sem Bretland sigraði Þýskaland 81-83.
Umfjöllun / Kristjana Eir