spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGefur okkur rosa mikið að sjá fólk hvetja okkur og standa svona...

Gefur okkur rosa mikið að sjá fólk hvetja okkur og standa svona við bakið á okkur

Stjarnan hafði betur gegn Grindavík í Umhyggjuhöllinni í kvöld í fyrsta leik undanúrslita Bónus deildar karla.

Stjarnan er því með yfirhöndina í einvíginu, 1-0, en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í úrslitin.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Ægi Þór leikmann Stjörnunnar sem var stórkostlegur í kvöld:

Ægir…til hamingju með geggjaðan sigur í þessum leik og stórkostleg frammistaða hjá þér og liðinu…

,,Já, takk.

Hvað fannst þér gera það að verkum að þið náið að troðast framúr þarna í þriðja leikhluta og ná svona smá tökum á leiknum þar?

,,Já…við náðum tökum á leiknum í þriðja en eins og við höfum talað um þá þegar þú ert að spila á móti Grindavík þá veistu að þeir geta farið á run og Óli Óli sá bara um það þarna á tímabili og jafnaði leikinn bara upp úr þurru. Við vissum það að þetta run var ekki nóg og að við þyrftum að svara runninu hjá þeim og mér fannst við ná því, við náum þarna einhverjum 2 góðum stoppum og setja stór skot til að ýta forystunni aftur upp og það var það sem skóp sigurinn fannst mér.

Akkúrat. Þið byggið upp 10 stiga múrinn fræga og Óli svarar með einhverja 4 þrista í röð en það er bara eins og það hafi bara farið framhjá ykkur og þið byggið hann bara upp aftur jafn harðan?

,,Já við vorum fljótir að jafna okkur á því og vorum kaldir í hausnum sem þú þarft að vera, þetta er úrslitakeppni og það koma run á móti þér eða með þér, og mér fannst við gera bara vel að svara því.

Einmitt. Svo náðuð þið að spila bara hörku góða vörn, t.d. náðuð þið að loka vel á drævin hjá Pargo, hann hefur átt betri leiki vafalaust þessi fyrrum NBA-leikmaður?

,,Jájá, en hann var að komast í stöður þar sem hann hefur verið að setja skot í fyrri seríu, þannig að við tökum því með fyrirvara, við vitum alveg að hann getur dottið í gang og skorað 30 stig, þannig að það er ekki það. Vörnin var ekkert fullkomin, mikið af opnum skotum sem þeir fengu þar sem við þurfum að gera betur.

Það er náttúrulega ekki annað að gera en að bæta ykkar leik enn betur…og það væri auðvitað þægilegt að komast í 2-0 í næsta leik…

,,Já heldur betur, það er stutt á milli, leikur á fimmtudaginn. Þú þarft að jafna þig í líkamanum og sálinni og byrja bara aftur þetta stríð í leik 2.

Akkúrat. Ég veit að þú ferð ekki að segja nei við þessu en væntanlega er mikil trú í liðinu núna og það er gaman…?

,,Jájá, það er gaman þegar þú ert að vinna leiki og það er alltaf ánægjulegt að ná að verja heimavöllinn sem þú hefur unnið að allan veturinn, það er mikilvægt. Og bara stemmningin í stúkunni var alveg frábær hérna í Garðabænum…

…já, kannski kominn tími til…

,,…já, bara mikið þakklæti, það gefur okkur rosa mikið að sjá fólk hvetja okkur og standa svona við bakið á okkur. Við vitum að það heldur áfram.

Góð nýliðun í Silfurskeiðinni…og hún mætt í holdgervingi sínum hérna!

,,Já, nákvæmlega, það er bara alveg rosalega dýrmætt og gaman.

Fréttir
- Auglýsing -