spot_img
HomeFréttirGeðveikt að spila á móti Brenton

Geðveikt að spila á móti Brenton

12:11

{mosimage}

 

(Dimitar fagnar með stuðningsmönnum Stjörnunnar) 

 

,,Ég hef alltaf sagt að mér finnist skemmtilegasti útivöllurinn vera í Njarðvík. Körfurnar hérna eru eins og trekt, það fer allt ofan í,” sagði Kjartan Atli Kjartansson eftir sigur Stjörnunnar í Ljónagryfjunni í gær. Lokatölur leiksins voru 78-81 Stjörnunni í vil og átti Kjartan glimrandi góðan leik í frísku Stjörnuliðinu. Kjartan setti niður 16 stig og tók 4 fráköst og hittir úr 4 af 7 þriggja stiga tilraunum sínum. Jafnframt var þetta fyrsti útisigur Stjörnunnar í úrvalsdeild og það ekki á amalegum útivelli.

 

,,Eina sem skiptir máli er sigurinn. Þetta var fyrsti útisigurinn okkar og það er stóra málið. Við vorum að koma til Njarðvíkur og spila á móti þessum köllum sem maður hefur horft á. Ég man þegar maður var yngri og úti með bolta þá var Brenton hetja manns. Að fá að dekka hann og spila á móti honum var bara geðveikt,” sagði Kjartan Atli í sigurvímu en hann var ekki einn um að fagna vel því liðsfélagi hans Dimitar Karadzovski lét sig flakka upp í stúku og fagnaði með stuðningsmönnum Stjörnunnar.

 

,,Ég held að við séum að sýna það núna að við getum stefnt á úrslitakeppnina. Fyrsta markmiðið okkar var að halda okkur í úrvalsdeildinni og festa okkur í sessi. Við tökum þetta bara einn leik í einu og það er að ganga vel,” sagði Kjartan en Stjarnan hefur 6 stig í deildinni, með þrjá sigra og þrjú töp.

 

Stjörnumenn voru ívið sterkari í upphafi leiks og leiddu 21-18 að loknum fyrsta leikhluta en liðin gerðu bæði 19 stig í öðrum leikhluta og staðan því 40-37 Stjörnunni í vil þegar blásið var til leikhlés.

 

{mosimage}

 

Gestirnir úr Garðabæ börðust af miklum krafti á meðan sóknarleikur heimamanna var fremur stirður og þunglamalegur. Nokkur spenna var þó í þriðja leikhluta sem Stjarnan vann naumlega 23-20 og staðan því 63-57 fyrir síðasta leikhlutann.

 

Maurice Ingram fékk sína fimmtu villu um miðbik fjórða leikhluta og varð frá að víkja í liði Stjörnunnar en gestirnir með Dimitar í fararbroddi gáfu hvergi eftir og uppskáru að lokum verðskuldaðan sigur 78-81. Njarðvíkingar áttu síðustu sókn leiksins þegar 5 sekúndur voru til leiksloka og gátu komið leiknum í framlengingu en lokaskot Harðar Axels Vilhjálmssonar geigaði og því fögnuðu Stjörnumenn vel og innilega þessum fyrsta útisigri sínum.

 

{mosimage}

 

Dimitar Karadzovski gerði 21 stig fyrir Stjörnuna og gaf 7 stoðsendingar. Næstur honum kom Kjartan Atli Kjartansson með 16 stig og 4 fráköst en hann varði einni 2 skot í leiknum. Þá voru þeir Fannar Helgason og Sævar Haraldsson að leika vel fyrir Stjörnuna sem og Sigurjón Lárusson.

 

Hjá Njarðvík voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Brenton Birmingham báðir með 15 stig en Friðrik Erlendur Stefánsson gerði 13 stig og tók 9 fráköst.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndir: www.vf.is

 

Texti: [email protected]

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -