spot_img
HomeFréttirGay skipt til Toronto

Gay skipt til Toronto

 Rudy Gay stigahæsta manni Memphis Grizzlies þetta árið var í nótt skipt yfir til Toronto Raptors fyrir þá Jose Calderon og Ed Davis. Calderon stoppaði stutt við í Memphis því honum var skipt áfram til Detroit Pistons fyrir þá Tayshaun Prince og Austin Daye.  Bryan Colangelo framkvæmdarstjóri Raptors sagði þetta gríðarlega góð tíðindi fyrir sitt lið og að leikmenn eins og Gay séu ekki oft lausir til skiptanna og því hafi Raptors ákveðið að nýta sér tækifærið. 
 
Talið er að Memphis Grizzlies hafi farið í þessar aðgerðir vegna peningaleysis en það vildi Chris Wallace ekki viðurkenna í viðtali og talaði um að Grizzlies væru að fá bæði NBA meistara og Ólympíumeistara í Tayshaun Prince og svo Háskólameistara í Ed Davis og gríðarleg reynsla sem fylgir þessum mönnum. 
 
Rudy Gay hefur skorað rúm 17 stig að meðaltali í leik í vetur fyrir Grizzlies. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -