Tindastólsmenn eru sjóðheitir um þessar mundir og hafa unnið fjóra leiki í röð í Iceland Express deild karla. Maurice Miller fór mikinn í áttundu umferð þegar Tindastólsmenn lögðu KR í Síkinu í Skagafirði og splæsti kappinn þar í glæsilega þrennu.
Miller gerði 27 stig, tók 11 fráköst og gaf 14 stoðsendingar í sigurleik Tindastóls gegn KR en þann leik varð að framlengja og lauk honum 99-94 Stólunum í vil sem í kvöld unnu svo Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial Höllinni.