spot_img
HomeFréttirGatorade leikmaður 2. umferðar: Cameron Echols

Gatorade leikmaður 2. umferðar: Cameron Echols

 Það kemur hugsanlega fáum á óvart að Cameron Echols leikmaður Njarðvíkinga hirðir titilinn leikmaður 2. umferðar hjá okkur hér á Karfan.is Kappinn setti upp ótrúlegar tölur gegn Haukum þegar hann skoraði 40 stig og hirti 16 fráköst. Ofaní það nýtti hann 70 prósent skota sinna. 
 Echols var að vonum í skýjunum með að hafa fengið "kippu" af Gatorade enda einn af hans uppáhalds drykkjum.  Aðspurður hlakkaði hann bara til að mæta sínum gömlu félögum í KR á föstudag en þá heimsækja Njarðvíkingar vesturbæinn í þriðju umferð Iceland Express deildarinnar. 
Fréttir
- Auglýsing -