Spánn féll úr leik á ólympíuleikunum í nótt þegar liðið tapaði fyrir Bandaríkjunum í átta liða úrslitum. Leikurinn markar endalok Gasol tímabils landsliðsins þar sem þeir bræður Marc og Pau Gasol hafa báðir lagt landsliðsskónna á hilluna eftir ótrúlegan tíma með Spænska landsliðinu á þessari öld.
Pau sem er orðinn 41. árs staðfesti það eftir leikinn í gær en hann hefur enn ekki ákveðið hvort hann leggi skóanna alfarið á hilluna. Á síðustu leiktíð lék hann með Barcelona í ACB deildinni á Spáni. Hann hefur unnið til 11 verðlauna með landsliðinu í þremur mismunandi keppnum, þar af gull verðlaun í heimsmeistarakeppninni 2006 og Eurobasket 2009, 2011 og 2015.
Marc sem leikur með LA Lakers er 36 ára og hefur tilkynnt að hann sé hættur með landsliðinu. Hann jefur unnið 9 verðlaun með landsliðinu, tvisvar gullverðlaun á heimsmeistarakeppni 2006 og 2019.
Þrátt fyrir að engin verðlaun hafi unnist á þessum ólympíuleikum hjá þeim bræðrum skila þeir mögnuðu verki á þessu öld með landsliðinu.