spot_img
HomeFréttirGasol á leið frá Memphis ?

Gasol á leið frá Memphis ?

19:02 

{mosimage}

 

 

Pau Gasol leikmaður Memphis Grizzlies hefur óskað eftir að fara frá liðinu. Gasol er Spánverji, fæddur 1980 og spilar í stöðu kraftframherja. Hann hóf ferilinn með Barcelona á Spáni en kom inn í NBA deildina árið 2001 þegar hann var valinn nr. 3 í nýliðavalinu af Atlanta Hawks sem skiptu honum svo til Memphis. Hann spilaði gríðarlega vel á sínu fyrsta tímabili og var í kjölfarið valinn nýliði ársins. Síðan þá hefur hann haldið áfram að spila vel og er með yfir ferilinn að meðaltali 18.6 stig, 3 stoðsendingar og 8.3 fráköst í leik. Hann er auk þess algjör lykilmaður í Spænska landsliðinu og átti stóran þátt í að tryggja þeim Heimsmeistaratitilinn í fyrra þrátt fyrir að hafa misst af úrslitaleiknum vegna meiðsla. Gasol var svo valinn MVP í mótinu.

 

Memphis hefur gengið gríðarlega illa það sem af lifir tímabils og einunigs unnið 10 leiki, færri en öll önnur lið deildarinnar. Vitað er af áhuga Chicago Bulls að nappa Gasol enda vantar Chicago liðið stóran mann í þessa stöðu, en Gasol er 2,13 cm á hæð. Til að fá Gasol þyrfti Chicago að láta á móti P.J. Brown og svo eina af stjörnum liðsins, Kirk Hinrich, Loul Deng eða Ben Gordon. Það er alveg ljóst að þrátt fyrir að Gasol yrði liðinu mikill liðstyrkur þá mundi það vekja nokkra óánægju í Chicago að þurfa að missa einhvern af þessum þremur leikmönnum sem eiga að öðrum ólöstuðum stærstan þátt í þeim árangri sem Chicago hefur náð síðastliðin 2-3 tímabil.

 

http://ithrottir.blog.is/blog/ithrottir/

Fréttir
- Auglýsing -