08:05:51
Kevin Garnett, stjörnuframherji Boston Celtics, verður frá keppni vegna meiðsla í u.þ.b. 2-3 vikur. Hann tognaði á vöðva í hné í tapi gegn Utah Jazz á dögunum og verður þrautin þyngri hjá Boston að fylla í hans skarð.
Boston er nú í mikillli keppni við Cleveland Cavaliers um heimaleikjaráttinn í úrslitakeppninni og gæti þetta óhapp ráðið úrslitum um það.