spot_img
HomeFréttirGamla Myndin: Keflavík 1987

Gamla Myndin: Keflavík 1987

 Enn fáum við ómetanlega flottar myndir innsendar og þessa fengum við fyrir skömmu sem er af liði Keflavíkur skipað leikmönnum 15 og 16 ára. Myndin tekin í Hagaskóla eftir úrslitaleikinn við Hauka sem tapaðist. Liðið vann 3 silfur þennan veturinn og 1 gull. Síðar bættust nokkrar Íslands- og bikarmeistaratitlar í hópinn.
 
Sigurður Ingimundarson er þarna á sínu fyrsta ári sem þjálfari (eftir því sem ég best veit). Hann átti eftir að eiga langan og farsælan feril eins og þið vitið.
 
Efri röð frá vinstri: Sigurður Ingimundarson, Ólafur Pétursson (sem varð svo markvörður), Birgir Guðfinnsson, Nökkvi Már Jónsson, Kristinn Geir Friðriksson,
Böðvar Kristjánsson og Guðni Hafsteinson.
 
Neðri röð frá vinstri: Hjörtur Arnarsson, Guðbjörn Karl Guðmundsson, Hjörtur Harðarson, Starri Freyr Jónsson, Sigmar Scheving og Rúnar Valdimarsson.
 
Lið Hauka sem vann titilinn í þessum flokki innihélt meðal annars Jón Arnar Ingvarsson og Þorvald Henningsson og fleiri leikmenn úr 1971-1972 árgangnum.

*Verið dugleg að senda okkur inn gamlar körfuboltamyndir til birtingar – [email protected]

 
Fréttir
- Auglýsing -