spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGabríel Sindri til liðs við Skallagrím

Gabríel Sindri til liðs við Skallagrím

Borgnesingar hafa samið við Gabríel Sindra Möller um að leika með liðinu út tímabilið í Dominos deild karla. Þetta kemur fram á félagaskiptasíðu KKÍ í morgun.

Gabríel Sindri kemur frá Njarðvík þar sem hann er uppalinn. Fyrri hluta þessa tímabils hefur hann verið á venslasamning hjá Hamri þar sem hann var með 10,9 stig, 3 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Hann er 19. ára leikstjórnandi sem einnig var á venslasamning hjá Gnúpverjum í 1. deild karla á síðustu leiktíð. Gabríel hefur leikið fjölmarga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og var til að mynda fyrirliði U18 landsliðsins árið 2017. Þá er hann í æfingahóp U20 landsliðsins fyrir næsta sumar.

Skallagrímur situr í 11. sæti Dominos deildar karla en liðið fær íslandsmeistara KR í heimsókn næsta sunnudag í fyrstu umferð eftir jólafrí.

Mynd: Benóný Þórhallsson

Fréttir
- Auglýsing -