spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGabríel á leiðinni í háskólaboltann "Draumur síðan ég var 13 ára"

Gabríel á leiðinni í háskólaboltann “Draumur síðan ég var 13 ára”

Bakvörðurinn efnilegi úr Njarðvík, Gabríel Sindri Möller, mun næstu fjögur árin stunda nám í Bandaríkjunum og leika með skólaliði Augusta Jaguars.

Ásamt því að leika upp alla yngri flokka Njarðvíkur og með yngri landsliðum Íslands, hefur Gabríel bæði leikið með meistaraflokk uppeldisfélags síns og á síðasta tímabili var hann á mála hjá Skallagrím í Dominos deildinni.

Jaguars er lið í annarri deild háskólaboltans í Bandaríkjunum þar sem þeir leika í Peach Belt deildinni.

Samkvæmt skemmtilegu viðtali við leikmanninn á umfn.is segist hann spenntur fyrir verkefninu og að draumur sé að rætast fyrir hann sem hann hefur haft síðan hann var 13 ára gamall. Viðtalið í heild má lesa hér

Fréttir
- Auglýsing -