11:49
{mosimage}
(Dimitar við undirritun samninga hjá Stjörnunni. Hann mætir sínum gömlu félögum í Skallagrím í kvöld)
Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar fyrstu umferðinni lýkur með leikjum Grindavíkur og Keflavíkur og svo Stjörnunnar og Skallagríms. Báðir hefjast leikirnir kl. 19:15.
Von er á hörku nágrannarimmu í Sláturhúsinu í Keflavík þegar heimamenn fá Grindvíkinga í heimsókn. Grindvíkingar tefla nánast sama liði fram og í fyrra en hafa aðeins bætt við sig með þeim Igori Beljanski og Hirti Harðarsyni. Sigurður Sigurbjörnsson yfirgaf gula og er nú kominn í raðir Keflavíkur. Hjá Keflvíkingum hefur töluvert orðið um breytingar sem eru eftirfarandi:
Komnir
Vilhjálmur Steinarsson, Sigurður Sigurbjörnsson, Antony Susnajara, B.A. Walker og Tommy Johnson
Farnir
Sverrir Þór Sverrisson, Halldór Halldórsson og Sebastian Hermanier.
Stjörnumenn eru nokkuð óskrifað blað í deildinni þar sem þeir eru nýliðar en þeir hafa bætt verulega við sig og fengu m.a. Bandaríkjamanninn Steven Thomas til liðs við sig. Thomas lék framan af síðustu leiktíð með Grindavík við góðan orðstír en hefur ekki verið upp á sitt besta á undirbúningstímabilinu en vitað er að hann á mikið inni. Forvitnilegt verður að sjá hann kljást við Darrell Flake í teignum í kvöld.
Í kvöld verður þetta svo fyrsti deildarleikurinn sem Dimitar Karadzovski leikur gegn sínu gamla félagi, Skallagrím.
Breytingar hjá Stjörnunni:
Komnir
Sævar Haraldsson, Fannar Helgason, Sveinn Sveinsson, Dimitar Karadzovski og Steven Thomas
Farnir
Eyjólfur Jónsson, Einir Guðlaugsson, Ottó Þórsson og Hjörleifur Sumarliðason.
Breytingar hjá Skallagrím:
Komnir
Áskell Jónsson, Milojica Zekovic og Allan Fall
Farnir
Dimitar Karadzovaki, Jovan Zravevski, Adolf Hannesson og Sveinn Blöndal
Fjölmennum á vellina og látum vel í okkur heyra!