13:06
{mosimage}
(Pálmi verður í eldlínunni í kvöld með KR)
Fyrsta umferð Iceland Express deildar karla klárast í kvöld með tveimur leikjum. Leikur kvöldsins er vafalaust viðureign KR og Snæfell en þessi lið mættust í dramtískum átta liða úrslitum á síðustu leiktíð þar sem KR-ingar komust áfram með naumindum. Leikurinn fer fram í DHL-Höllinni í Vesturbænum og hefst kl. 19:15.
Í Þorlákshöfn taka Þórsarar á móti grönnum sínum frá Hveragerði og Selfossi en báðum liðunum er spáð neðarlega í deildinni í ár. Leikurinn hefst einnig kl. 19:15 og má gera ráð fyrir baráttuleik eins og allir grannaslagir eru.