Einn leikur fer fram í 1. deild karla í kvöld þar sem KFÍ tekur á móti Þór Akureyri á Ísafirði kl. 19:15. Með þessum leik í kvöld lýkur fyrstu umferð deildarinnar.
Fyrir leiktíðina var Þór spáð 6. sæti í deildinni í spá þjálfara í deildinni en KFÍ var spáð 2. sætinu.
Úrslit leikja í 1. umferð:
Valur 81-59 UMFH
Höttur 78-72 Ármann
ÍA 78-100 Þór Þorlákshöfn
Haukar 76-71 Skallagrímur
KFÍ – Þór Akureyri kl. 19:15 í kvöld!
Mynd: Liðsmönnum KFÍ er spáð velgengni í 1. deild þetta árið.