Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer fyrrum leikmaðurinn og sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds Ómar Sævarsson yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann spilaði með á ferlinum.
Ómar er að upplagi úr ÍR. Árið 2010 söðlaði hann um og gekk til liðs við Grindavík, en með þeim lék hann allt þar til hann lagði skóna á hilluna 39 ára gamall árið 2021. Með Grindavík varð hann í tvígang Íslandsmeistari. Þá lék hann fjóra landsleiki fyrir Íslands hönd árið 2009.

Stjórnandi: Pálmi Þórsson
Fyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.