Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer fyrrum leikmaðurinn og þjálfarinn Logi Gunnarsson yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann spilaði með á ferlinum.
Logi er Njarðvíkingur að upplagi og eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins hóf hann að leika með meistaraflokki þeirra 16 ára gamall árið 1997. Í þrigang varð hann svo Íslandsmeistari með félaginu á þessum fyrstu árum sínum í meistaraflokki og var hann valinn besti leikmaður deildarinnar árið 2001.
Árið 2002 hélt hann í atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu þar sem hann í yfir 10 ár lék fyrir félög í Finnlandi, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni. Árið 2013 kom hann svo aftur heim til Njarðvíkur og lék þar í 10 ár áður en hann lagði skóna á hilluna í fyrra. Meðfram þessum glæsilega feril með félagsliðum lék Logi 147 leiki með landsliði Íslands.
Fyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.