spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFyrstu fimm: Kjartan Atli Kjartansson

Fyrstu fimm: Kjartan Atli Kjartansson

Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer fyrrum leikmaðurinn og þjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann spilaði með á ferlinum.

Kjartan Atli er í dag þjálfari Álftaness í Bónusdeild karla, en sem leikmaður lagði hann skóna á hilluna sem leikmaður þeirra árið 2021. Þrátt fyrir að vera upphaflega af Álftanesi, er hann þó líklega af flestum talinn að upplagi úr Stjörnunni, en ásamt þeim lék hann einnig fyrir yngri flokka Hauka.

Á nokkuð sigursælum feril sínum var hann hluti af liði Stjörnunnar sem vann sig upp í efstu deild og gerði sig að því sterka úrvalsdeildarliði sem það hefur verið síðustu áratugi. Ásamt Stjörnunni á hann þó einnig leiki fyrir Breiðablik, FSu, Hauka, Hamar, KV og Álftanes í meistaraflokki ásamt því að hafa á sínum tíma leikið með yngri landsliðum Íslands.

Fyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.

Fréttir
- Auglýsing -