Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer fyrrum leikmaðurinn Brenton Birmingham yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann spilaði með á ferlinum.
Brenton er 52 ára gamall í dag, en skóna lagði hann á hilluna sem leikmaður b liðs Njarðvíkur árið 2016, þá 43 ára gamall. Eiginlegum feril hans með aðalliði í meistaraflokki var þó lokið nokkrum árum áður, árið 2011, en þá var hann leikmaður Njarðvíkur.
Brenton kom fyrst til Íslands árið 1998 og lék sem atvinnumaður í 12 tímabil á Íslandi með liðum Njarðvíkur og Grindavíkur. Í þrígang varð hann Íslandsmeistari, vann bikarinn í fjögur skipti og þá var hann valinn leikmaður ársins í þrígang, körfuboltamaður ársins 2006, innlendur leikmaður ársins 2007 og besti erlendi leikmaður ársins árið 2000.
Eftir að hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt lék hann einnig fyrir íslenska landsliðið, 19 leiki á árunum 2002 til 2007. Fyrir utan Njarðvík og Grindavík á Íslandi lék hann einnig sem atvinnumaður fyrir Honka í Finnlandi, London Towers í Bretlandi og Rueil í Frakklandi á 16 ára feril sínum sem atvinnumaður.
Stjórnandi: Pálmi Þórsson
Fyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.