spot_img
HomeFréttirFyrsti útisigur KFÍ í tæpa þrjá mánuði

Fyrsti útisigur KFÍ í tæpa þrjá mánuði

KFÍ var rétt í þessu að næla sér í tvö dýrmæt stig í Grafarvogi þegar liðið lagði Fjölni örugglega 75-99 í Domino´s deild karla. Sigurinn var sá fyrsti hjá KFÍ á útivelli í deild síðan 19. október síðastliðinn eða fyrir um það bil þremur mánuðum.
 
 
Damier Pitts var stigahæstur í liði KFÍ með 34 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Fjölni var Arnþór Freyr Guðmundsson með 24 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
Með sigrinum fer KFÍ upp í 10.-11. sæti með ÍR þar sem bæði lið hafa 6 stig en Fjölnismenn eru enn í 9. sæti með 8 stig. 
 

Fjölnir-KFÍ 75-99 (27-29, 14-21, 18-22, 16-27)

Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 24/8 fráköst, Isacc Deshon Miles 14/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 3, Árni Ragnarsson 2/4 fráköst, Daníel Freyr Friðriksson 0, Róbert Sigurðsson 0, Smári Hrafnsson 0. 

KFÍ: Damier Erik Pitts 34/8 fráköst/7 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 26/13 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 18/5 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 9/5 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 8, Hlynur Hreinsson 2, Samuel Toluwase 2/6 fráköst, Leó Sigurðsson 0, Óskar Kristjánsson 0, Stefán Diegó Garcia 0. 

 
Mynd/ [email protected] – Pitts bauð upp á ansi myndarlegar tölur í Dalhúsum í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -