spot_img
HomeFréttirFyrsti titill Geoff Kotila með Snæfell

Fyrsti titill Geoff Kotila með Snæfell

19:09

{mosimage}
(Powerademeistarar 2007)

Það eru drengirnir hans Geoff Kotila úr Stykkishólmi sem eru Powerade-bikarmeistarar karla árið 2007. Þeir lögðu KR að velli í hörku leik, 72-65. Sigurinn í dag var ekki fallegur og þurftu Snæfellingar að hafa mikið fyrir honum. Í leikslok reyndist það vera tæknivilla sem gerði út um vonir KR-inga að verða Powerade-meistarar.

Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu körfu leiksins og kom KR yfir. Var það í eina skiptið sem KR var yfir þar til í fjórða leikhluta. Snæfellingar skoruðu næstu 8 stig og komust 8-2 yfir. KR-ingar náðu aðeins að minnka muninn en Snæfellingar höfðu ávallt frumkvæðið. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 11-20 og skoruðu KR-ingar síðustu tvö stig leikhlutans af vítalínunni.
KR tefldi fram nýjum leikmanni í dag. Ernestas Ezerskis kom í liðið í stað Kosovans og byrjaði hann annan leikhluta með miklum látum þegar hann tróð boltanum í körfuna og fékk villu að auki. KR náði aldrei að ógna Snæfellingum að viti og hélst munurinn svipaður út hálfleikinn. Snæfell var sex stigum yfir að fyrri hálfleik loknum, 27-33.

Lítið var skorað í upphafi seinni hálfleiks. KR náði að jafna leikinn áður en leikhlutinn var allur með frábæru áhlaupi en þeir skoruðu níu síðustu stig leiksins og jöfnuðu 43-43 með körfu frá Pálma Sigurgeirssyni.

{mosimage}
(Justin Shouse stjórnaði leik Snæfells)

Lokaleikhlutinn var mjög spennandi og það voru KR-ingar sem skoruðu fyrstu körfuna þegar Joshua Helm fylgdi eftir skoti Fannar Ólafssonar. Liðin skiptust á körfum næstu mínúturnar og skoraði hinn ungi Atli Hreinsson m.a. tvær þriggja-stiga körfur fyrir Snæfellinga og kom þeim yfir 48-47. Þá kom góður kafli hjá KR þar sem þeir skoruðu fjögur stig í röð. Snæfell komst yfir á ný með þriggja-stiga skoti frá Sigurði Þorvaldssyni, 54-53. Eftir það náði KR ekki að komast yfir á ný.

Í stöðunni 63-59 þegar um 45 sekúndur eru eftir skorar KR og minnkar muninn í 2 stig, 63-61. Um leið er dæmd villa á Fannar Ólafsson sem bregst illa við og uppsker tæknivillu. Í kjölfarið fékk Snæfell fjögur vítaskot. Tvö skot vegna þess að þeir voru komnir með skotrétt og svo tvö vegna tæknivillunar. Jón Ólafur Jónsson og Justin Shouse setja niður vítin og munurinn komin í sex stig, 61-67, og Snæfell með boltann. Tíminn reyndist ekki nægur fyrir KR og höfðu Snæfellingar sigur 65-72.

Hjá Snæfell var Jón Ólafur Jónsson öflugur en hann setti niður mikilvæg skot og var hann stigahæstur hjá Snæfell með 23 stig. Hlynur Bæringsson skoraði 15 og tók 11 fráköst.

Hjá KR var Helgi Magnússon atkvæðamestur með 23 stig og næstur honum kom Joshua Helm með 17 stig og 7 fráköst.

myndir og frétt: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -