11:58
{mosimage}
(Finnur Atli)
Finnur Atli Magnússon miðherji Catawba háskólans og félagar hans náðu sínum fyrsta sigri þegar að þeir sigruðu Chowan 84-67, Finnur Atli skoraði 3 stig og tók 6 fráköst.
Hlé hefur verið hjá háskólaboltanum vegna þakkargjörðarhátíðinnar og af þeim sökum hefur ekki verið leikið. Leikið verður nokkuð stíft næstu daga og er dagskrá Finns Atla og félaga eftirfarandi:
5. des Lenoir-Rhyne á útivelli
8. des St. Paul's á útivelli
Finnur Atli Magnússon sem er byrjunarliðsmaður hjá Catawba háskólanum og er strákurinn miðherji liðsins. Liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum en í gær mættu þeir Chowan háskólanum og sigruðu þeir 84-67 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 39-32.
Frá þessu er greint á www.kr.is/karfa