María Ben Erlingsdóttir og félagar í bandaríska háskólaliðinu UTPA unnu sinn fyrsta sigur á nýja árinu á mánudag er þær lögðu LeTorneau 75-37. Skammt stórra högga á milli hjá UTPA sem töpuðu sínum fyrsta leik ársins með ekki svo ósvipuðum mun.
María var í byrjunarliði UTPA á mánudag og gerði 5 stig á þeim 18 mínútum sem hún lék í leiknum, þá tók hún einnig 2 fráköst.
Næsti leikur UTPA er í nótt gegn Texas A&M Corpus Cristi en það er sama lið og Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU mættu þann 2. janúar síðastliðinn og lögðu með fjögurra stiga mun, 78-74. Ljóst er því að á brattann verður að sækja hjá Maríu og UTPA enda TCU skrifað mun hærra á styrkleikalistanum en UTPA.