Skagamenn gerðu góða ferð í Kórinn í Kópavogi í kvöld þegar þeir unnu heimamenn í Augnablik 71-92. Eftir 7 sigurlausa leiki í röð í deildinn var komið að því að svara spurningunni hvort ÍA ætlaði að fara sigurlaust í jólahléið eða opna fyrsta jólapakkann sem í var sigur og tvö stig? Það er óhætt að segja að Skagamenn hafi svarað þeirri spurningu strax, skoraðu fyrstu körfu leiksins og leiddu allan leikinn eftir það, náðu mest 32ja stiga forystu en það má segja heimamönnum það til hróss að þeir gáfust aldrei upp í leiknum og héldu áfram allt þar til lokaflautið gall.
Mynd frá leiknum í gær/ Hannibal Hauksson