Botnslagur fór fram að Ásvöllum í kvöld þar sem Haukar tóku á móti Breiðablik. Haukar höfðu fyrir leikinn ekki unnið leik síðan 17 október og sátu í sjöunda sæti deildarinnar. Blikar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu um nýliðna helgi og voru því á botninum.
Segja má að Haukar hafi skilið sig frá Blikum í öðrum leikhluta með góðu áhlaupi. Munurinn þar orðinn yfir tíu stig og má segja að Haukarnir hafi ekki gefið þá forystu frá sér.
Blikar reyndu hvað þeir gátu en Haukar voru einfaldlega sterkari og stóðust öll áhlaup Blika vel. Lokastaðan því 80-68 fyrir Haukum.
Haukar slíta sig þar með örlítið frá botnsætinu og fara í sex stig í sjötta til sjöunda sætið ásamt Skallagrím. Breiðablik situr aftur á móti í botnsætinu líkt og áður með tvö stig.
Þóra Kristín Jónsdóttir átti frábæran leik og endaði með þrefalda tvennu, 23 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Lele Hardy daðraði einnig við þrennu en vantaði tvær stoðsendingar uppá það.
Hjá Blikum var Kelly Faris með 18 stig og 9 fráköst og Sóllilja Bjarnadóttir var með 15 stig. Sanja Orazovic tókst ekki að halda uppteknum hætti frá síðustu umferð en endaði þó með 10 stig og 8 fráköst.
Haukar-Breiðablik 80-63 (18-15, 24-17, 18-15, 20-16)
Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 23/11 fráköst/11 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 15/8 fráköst, LeLe Hardy 13/13 fráköst/8 stoðsendingar, Magdalena Gísladóttir 10, Bríet Lilja Sigurðardóttir 9/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 8/10 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 2, Kolbrún Eir Þorláksdóttir 0, Sigrún Björg Ólafsdóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0, Karen Lilja Owolabi 0.
Breiðablik: Kelly Faris 18/9 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 15, Sanja Orazovic 10/8 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/9 fráköst, Björk Gunnarsdótir 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 0, Birgit Ósk Snorradóttir 0, Melkorka Sól Péturdóttir 0, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0.