Það voru Haukastúlkur sem gerðu sér lítið fyrir og fóru til Keflavíkur í dag og sigruðu þar heimasæturnar sem höfðu ekki tapað leik á tímabilinu. 61:73 var lokastaða á töflunni og óhætt að segja að Siarre Evans hafi átt stóran þátt í þessu sigri því hún skilaði 34 stigum og 14 fráköstum. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir þeirra öflugust með 19 stig og 10 fráköst. Keflavík spilaði þennan leik án Söru Rún Hinriksdóttir sem var fjarri vegna persónulegra ástæðna.
I Grindavík voru það svo heimastúlkur sem tóku 67:56 sigur gegn KR þar sem að Petrúnella Skúladóttir fór fyrir sínu liði með 22 stig og 11 fráköst. Samkvæmt Live stat kerfinu er ekki að sjá annað en að kvennalið KR eru líkt og karlaliðið án erlendsleikmanns en þeirra atkvæðamesti leikmaður í dag var Sigrun Ámundadóttir með 20 stig og 16 fráköst.