Andrew Wiggins og Jabari Parker, sem valdir voru nr. 1 og 2 í nýliðavalinu fyrr í sumar, mættust í fyrsta sinn á föstudagskvöldið sem atvinnumenn fyrir sín lið. Það var í sumardeild NBA deildarinnar í Las Vegas og troðfullt í húsinu og fólk að hanga við innganginn til að vonast til að geta barið þessar stjörnur framtíðarinnar augum.
Strákarnir fór hægt af stað, en annar leikhluti var hreinasta sýning hjá þeim báðum. Wiggins tróð hingað og þangað og Parker sýndi þroskaðan leikskilning sinn og sköpunargáfu á leikvellinum hvað eftir annað.
Wiggins endaði með 18 stig og skaut 7/18 en Parker setti upp 17 stig og reif niður 9 fráköst.