spot_img
HomeFréttirFyrsti Lakers sigurinn í höfn

Fyrsti Lakers sigurinn í höfn

LA Lakers unnu í nótt sinn fyrsta sigur þessa vertíðina í NBA deildinni þegar liðið skellti Detroit Pistons 108-79 í Staples Center. Dwight Howard var atkvæðamestur í liði Lakers með 28 stig og 7 fráköst.
 
Steve Nash er enn frá í liði Lakers sökum meiðsla en er væntanlegur í búning á næstunni. Metta World Peace bætti við 18 sitgum og 5 fráköstum hjá Lakers og Kobe Bryant var með 15 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Pistons var Svíinn Jonas Jerebko atkvæðamestur með 18 stig af bekknum og tvær stoðsendingar.
 
Enginn byrjunarliðsmaður Pistons náði því að skora 10 stig í leiknum eða meira. Liðið hefur nú tapað þremur fyrstu deildarleikjunum sínum en fjögur lið eru enn án sigurs í deildinni en þau eru Detroit, Washington, Denver og Sacramento.
 
Önnur úrslit næturinnar/ sunnudagsins:
 
New York 100 – 84 Philadelphia
Orlando 115 – 94 Phoenix
Oklahoma 95 – 104 Atlanta
Toronto 105 – 86 Minnesota
 
Mynd/ Ekki í dag segir Howard.
  
Fréttir
- Auglýsing -