spot_img
HomeFréttirFyrsti evrópuleikur Haukastelpnanna í kvöld

Fyrsti evrópuleikur Haukastelpnanna í kvöld

14:49

{mosimage}

Kvennalið Hauka hefur keppni í Evrópukeppninni, EuroCup, í kvöld þegarspænska liðið Caja Canarias kemur í heimsókn á Ásvelli. Leikurinn hefst klukkan19.15. Caja Canarias kemur frá Las Palmas á Kanaríeyjum en liðin mættust einnigí Evrópukeppninni í fyrra og spiluðu einmitt fyrsta evrópuleik íslenskskvennaliðs 20. október 2005.

Caja Canarias vann Hauka 58-97 á Ásvöllum í fyrra og það er hægt að nálgasttölfræði þess leiks – hér.

Haukar töpuðu síðan útileiknum á Las Palmas 51-95 þremur vikum seinna. Tölfræðiþess leiks má finna  – hér.

Haukaliðið tók þátt í Evrópukeppninni síðasta vetur og tapaði þá öllum sexleikjum sínum en það sást greinilega á síðasta leiknum sem tapaðist með 22stigum á móti ítalska liðinu Ribera á Sikiley hversu mikið Haukaliðið hafðivaxið og þroskast á þátttöku sinni. Nú verður gaman að sjá hvernig hið unga liðHauka stendst samanburðinn við stórlið frá Evrópu.

Tímabilið hjá Haukum hefur byrjað á besta mögulegan hátt því Haukastelpurnarunnu SISU-æfingamótið, Powerade-bikarinn og Meistarakeppnina áður en sjálf deildhófst. Haukaliðið hefur síðan unnið alla fjóra leiki sína í deildinni af öryggiog skorað 104 stig að meðaltali í leik. Stigaskor liðsins er að dreifast, þrírleikmenn hafa skorað yfir 20 stig í leik (Ifeoma Okonkwo 24,3 – Helena Sverrisdóttir 20,5 – Kristrún Sigurjónsdóttir 20,0) og aðrir tveir til viðbótarhafa skorað á annan tug stiga í leik (Pálína Gunnlaugsdóttir 11,0 – Unnur TaraJónsdóttir 10,5).

Fyrirliðinn Helena Sverrisdóttir stjórnar sóknarleiknum af miklum myndarskap ogsér að koma boltanum á rétta staði en hún bætti meðal annars stoðsendingametiðmeð því að gefa 18 stoðsendingar í Grindavík um síðustu helgi. Helena hefur núgefið 86 stoðsendingar í sjö leikjum Hauka í Powere-bikarnum, meistarakeppninniog deildinni í vetur. Þetta gera 12,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í viðbótvið þau 20,6 stig sem hún hefur sjálf skorað að meðaltali í þessum leikjum.

Haukaliðið er það langyngsta í evrópukeppninni líkt og í fyrra en Ifeoma Okonkwoer elsti leikmaður liðsins, 22 ára gömul. Það er gaman að bera saman aldurbyrjunarbakvarða liðanna því þær Helena Sverrisdóttir (18 ára) og PálínaGunnlaugsdóttir (19 ára) þurfa þar að glíma við spænsku reynsluboltana PilarValero (36 ára) og Lauru Grande (33) sem eru nærri því tvöfalt eldri en þær.

Caja Canarias er sem stendur í áttunda sæti spænsku deildarinnar með 3 sigra og3 töp en liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína þar af annan þeirra gegn liðiBarcelona. Caja Canarias mætir toppliði Ciudad Ros Casares á laugardagskvöldiðog það líða því aðeins tveir sólarhringar á milli leikja liðsins á Ásvöllum og áKanaríeyjum.

Caja Canarias endaði í sjöunda sæti í deildinni í fyrra og datt úr út átta liðaúrslitum úrslitakeppninnar fyrir verðandi Spánarmeisturum í Perfumerias AvenidaSalamanca. Liðið endaði í 3. sæti í sínum riðli í evrópukeppninni eftir að hafaunnið 3 leiki og tapað þremur en tveir af þremur sigurleikjum liðsins komueinmitt gegn Haukaliðinu.

Aðalstjörnur spænska liðsins eru …

Ashley Battle
Ashley Battle er 24 ára og 183 sm bandarískur framherji sem lék með New York
Liberty í WNBA-deildinni í sumar. Battle hefur skorað 18 stig og tekið 5,3fráköst að meðaltali í spænsku deildinni í vetur.  Battle útskrifaðist úrConnecticut-háskólanum 2005 þar sem hún var með 7,2 stig að meðaltali í leik áfjórum árum og varð háskólameistari þrisvar sinnum 2002, 2003 og 2004.

Kaayla Chones
Kaayla Chones er 25 ára og 190 sm bandarískur miðherji sem lék með Seattle Storm
í WNBA-deildinni í sumar en Chones hefur farið mikinn í spænsku deildinni ívetur og er sem stendur í 2. sæti í bæði stigaskori (20,0 í leik) og fráköstum(10,3) en sex umferðir eru búnar af deildinni.

Eva Montesdeoca
Eva Montesdeoca er 25 ára og 198 sm miðherji og lék með spænska landsliðinu á HM
í Brasilíu í haust. Montesdeoca lék í 18,3 mínútur í leik, var með 3,6 stig og4,7 fráköst og hjálpaði spænska landsliðinu til þess að komast í 8 liðaúrslitin. Montesdeoca reyndist Haukaliðinu erfið á Ásvöllum í fyrra þar sem aðhún skoraði 20 stig en hún hefur skorað 6,2 stig og tekið 8,5 fráköst aðmeðaltali í spænsku deildinni í vetur.

Pilar Valero
Pilar Valero er 36 ára og 173 sm alhliða bakvörður sem hefur nýtt 46% þriggja
stiga skota sinna í vetur (17 af 37) og er með 15,3 stig að meðaltali í leik.Hún var með 17,5 stig og 6 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum tveimur gegnHaukum í evrópukeppninni í fyrra og var stigahæsti leikmaður liðsins í keppninnimeðp 13,3 stig að meðaltali í sjö leikjum.

Niina Laaksonen
Niina Laaksonen er 22 ára og 186 sm finnskur miðherji sem var með 8,5 stig og
11,5 fráköst að meðaltali með finnska landsliðinu í evrópukeppninni í haust.Laaksonen lék með þýska liðinu BG Dorsten í fyrra og var þá meðal annars með 9,5stig og 7,8 fráköst að meðaltali í evrópukeppninni.

En það verður síðan hægt að fylgjast með tölfræði leiksins beint á netinu á heimasíðu fibaeurope.com í kvöld.

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -